Aðalstræti 124a - Grenndarkynning
Á 100. fundi skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar þann 10. nóvember 2022, var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Óskað er eftir að fá að reisa 247 m2 íbúðarhús við Aðalstræti 124A, Patreksfirði. Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi Vesturbyggðar.
Meðfylgjandi eru kynningargögn þar sem sjá má áformin á afstöðumynd og útlitsteikningum.
Uppdrættir eru einnig til sýnis hjá byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofum Vesturbyggðar að Aðalstræti 75 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Að lokinni kynningu er umsækjanda heimilt að senda inn byggingarteikningar og fær byggingarleyfi standist gögn reglugerð. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Frestur til að senda athugasemdir er frá 16. nóvember til 16. desember 2022.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, eða rafrænt á vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt „Aðalstræti 124a“ .
Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki íbúa fyrir áformunum, skv. 3. mgr., 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynningarbréf fá íbúar að Aðalstræti 122, 122A, 124, 126 og 126A.
Virðingarfyllst
Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar