Hoppa yfir valmynd

Afmæl­is­hátíð Bröttu­hlíðar

Í tilefni 20 ára afmælis Bröttu­hlíðar bjóða Íþrótta­fé­lagið Hörður og Vest­ur­byggð til opins húss miðviku­daginn 10. desember kl. 17:30-19:00.


Skrifað: 5. desember 2025

Á staðnum verður kynning á fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi sem er í boði á Patreksfirði fyrir bæði börn og fullorðna.

Ókeypis verður í sund í tilefni dagsins. Öll eru hjartanlega velkomin að gera sér glaðan dag, fagna afmælinu og kynna sér fjölbreytt og lifandi samfélagsstarf bæjarins.