Hoppa yfir valmynd

Álagning fast­eigna­gjalda 2024

Álagn­ingu fast­eigna­gjalda fyrir árið 2024 er lokið og eru álagn­ing­ar­seðlar nú aðgengi­legir á island.is undir „Mínum síðum“ ásamt öllum breyt­ing­ar­seðlum þar á eftir.


Skrifað: 31. janúar 2024

Athygli er vakin á því að ekki verða sendir álagningaseðlar í bréfpósti.

Gjaldskrá og reglur um niðurfellingu fasteignagjalda fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er að finna á heimasíðu Vesturbyggðar, ásamt reglum um styrkveitingu til félagasamtaka.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda fyrirspurn á innheimta@vesturbyggd.is eða í síma 450 2300. Meðal annars er hægt að:

  • Óska eftir að fá senda álagningaseðil fyrir fasteignagjöldum þar sem hann verður ekki sendur í bréfpósti
  • Senda inn erindi vegna fasteignagjalda
  • Senda inn kærur vegna fasteignagjalda
  • Senda inn umsókn um styrkveitingu til félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum
  • Senda inn umsókn um lækkun fasteignaskatts vegna fráfalls maka á árinu 2023

Kæru- og umsóknafrestur er til 15. mars 2024.

Fasteignagjöld sem eru yfir kr. 45.000 greiðast með 11 jöfnum greiðslum á mánaðar fresti, fyrsti gjalddagi er 1. febrúar. Fasteignagjöld kr. 45.000 og lægri eru innheimt með einum gjalddaga 1. febrúar.

Fasteignagjöld verða innheimt í netbönkum.

Þeir sem þess óska geta lagt inn gjöld í einu lagi á bankareikning
0153-26-001800 kt. 510694-2369. Skýring: Fastanúmer eignar.
Vinsamlegast sendið kvittun á innheimta@vesturbyggd.is og kröfur verða felldar niður í kjölfarið.