Áramótakveðja og brennur á gamlárskvöld
Vesturbyggð óskar íbúum sínum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Skrifað: 30. desember 2025
Áramótabrennur verða á þremur stöðum í sveitarfélaginu kl 20:30 á gamlárskvöld.
-
Patreksfirði – í hlíðinni fyrir ofan kirkjugarðinn
-
Tálknafirði – á Naustatanga
-
Bíldudal – í grifjunni við Völuvöll
Við hvetjum íbúa til að koma saman, fagna áramótunum og njóta samverunnar.
Gleðilegt nýtt ár!