Arnarlax - Starfsfólk í fóðurstöð á Bíldudal
Arnarlax er leiðandi laxeldisfyrirtæki á Íslandi. Starfsmenn eru um það bil 110 talsins og er fyrirtækið með starfsemi á Vestfjörðum og í Hafnarfirði. Við erum samþætt fyrirtæki og störfum á öllum stigum virðiskeðjunnar með okkar eigin seiðaframleiðslu, sjóeldi, sláturhús og söludeild. Arnarlax framleiddi 11.000 tonn af laxi á árinu 2020 og er að auka magnið frá ári til árs. Okkar framtíðarsýn er að framleiða sjálfbæran íslenskan lax frá Vestfjörðum.
Hjá okkur starfar einvala hópur fólks af báðum kynjum og ýmsum þjóðernum og nú viljum við bæta enn frekar í liðsheildina okkar. Vegna aukinna umsvifa óskum við nú eftir að ráða til okkar liðsauka í verkstjórateymi okkar í vaktavinnu í laxasláturhús okkar á Bíldudal. Verkstjórateymið samanstendur af sex manns sem heyrir undir framleiðslulstjóra fyrirtæksins, verkstjóri hjá Arnarlaxi þarf að geta gengið í flest störf eftir þörfum.
Ferilskrá og listi yfir meðmælendur óskast send með umsókn.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða haldbær reynsla á sviði fiskeldis
- Góð tölvufærni
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð samvinnufærni og samviskusemi
Starfssvið
- Umsjón með fóðrun
- Daglegt eftirlit í fóðurstöð fyrirtækisins
- Skráning fóðurs
- Skýrslugjöf
- Önnur tilfallandi verkefni
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2021
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Iðu Marsibil Jónsdóttur, með tölvupósti: ida@arnarlax.is