Hoppa yfir valmynd

Báta­upp­sátur á Tálkna­firði — tiltekt og undir­bún­ingur

Í fjár­hags­áætlun fyrir árið 2025 var ákveðið að fara í fram­kvæmdir við að undirbúa báta­upp­sátur á Tálkna­firði líkt og deili­skipulag Tálkna­fjarð­ar­hafnar gerir ráð fyrir.


Skrifað: 27. júní 2025

Bátauppsátrið er svæði þar sem útgerðarmenn geta geymt báta sína á meðan ekki er verið að gera út, á svæðinu verða rafmagnstenglar svo hægt sé að halda bátum frostfríum og rafgeymum hlöðnum, kjósi þeir svo. Einnig er stefnt að því að leggja fyrir neysluvatni að svæðinu.

Svæðið sem um ræðir er sjávarmegin við Strandgötu 39,41 og 43, sjá hér úrdrátt úr deiliskipulagi svæðisins:


Á svæðinu er talsvert af tækjum, búnaði og drasli og eru eigendur þess beðnir að fjarlægja það af svæðinu ekki seinna en 18. júlí svo hægt sé að hefjast handa við lagfæringar og undirbúning á bátauppsátrinu.