Blús milli fjalls og fjöru 2025
Tónlistarhátíðin Blús milli fjalls og fjöru verður haldin í 14. skipti í Félagsheimili Patreksfjarðar næstkomandi helgi.
Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein kraftmesta tónlistarhátíðin á svæðinu og þótt víða væri leitað. Blúsbolinn má kaupa í Loga fram að hátíð, hann prýðir að þessu sinni Sigurjón Páll Hauksson sem kom hátíðinni á legg og stóð að henni árum saman með miklum krafti.
Föstudagskvöldið 29. ágúst
- Rúnar Eff og hljómsveit
- Beggi Smári og hljómsveit
Laugardagskvöldið 30. ágúst
- CC Fleet band og Nick David
- Gildran
Miðasala fer fram á tix.is, miðaverð er 5.000 kr. fyrir eitt kvöld en 8.500 kr. fyrir bæði kvöldin. Nánari upplýsingar um hátíðina og listamennina sem koma fram má lesa á Facebooksíðu hátíðarinnar.