Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Breyting á Aðalskipulagi - Mjólkárlína 2
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti þann 20. mars sl. að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2019-2035 skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin gengur út á lagfæringu á legu Mjólkárlínu 2. Gerð er breyting á sveitarfélagsuppdrætti sem og á þéttbýlisuppdrætti fyrir Bíldudal. Gerðar eru breytingar á landtökustað við Haganes og einnig litlar tilfæringar á legu strengsins að iðnaðarsvæðinun við Hól.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skrifstofu Vesturbyggðar í ráðhúsi eða sent fyrirspurn á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.