Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Breyting á Aðal­skipu­lagi við Völu­völl

Breyting á Aðal­skipu­lagi Vest­ur­byggðar 2006-2018 – Tíma­bundið íbúð­ar­svæði við Völu­völl á Bíldudal

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar samþykkti á fundi sínum 17. febrúar 2021 tillögu að óveru­legri breyt­ingu á Aðal­skipu­lagi Vest­ur­byggðar 2006-2018.


Skrifað: 23. febrúar 2021

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum 17. febrúar 2021 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að skilgreint er svæði fyrir íbúðarbyggð við golf- og íþróttavöll á Bíldudal. Um er að ræða tímabundna ráðstöfun á á landi vegna bráðvanda á íbúðarhúsnæði á Bíldudal. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags 15. febrúar 2021 í mkv. 1: 10.000.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar.

 

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is/+354 575 5300