Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Breyting á deiliskipulagi Langholt-Krossholt
Skrifað: 16. maí 2023
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum 15. maí 2023 óverulega breytingu á deiliskipulagi Langholts-Krossholts á Barðastönd. Breytingin fólst í breytingu á afmörkun byggingareits á lóð með landnúmerinu L221595 og breyting á byggingarmagni um 28 m2. Breytingin var grenndarkynnt með athugasemdafrest til 3. apríl 2023 .
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og öðlast þegar gildi.