Hoppa yfir valmynd

Dagskrá Púkans 2023

Barna­menn­ing­ar­hátíð Vest­fjarða hlaut nafnið Púkinn eftir atkvæða­greiðslu í öllum grunn­skólum á lands­hlut­anum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík hátíð er haldin á Vest­fjörðum.


Skrifað: 7. september 2023

Vestfjarðastofa leiðir verkefnið í samstarfi við alla grunnskóla og menningarstofnanir á svæðinu. Hátíðin er styrkt af Barnamenningarsjóði. Á heimasíðu hátíðarinnar má sjá yfirlit og nánari upplýsingar um viðburðina.

Viðburðir sem verða haldnir á sunnanverðum Vestfjörðum eru:

  • Persónur og leikendur – smiðja í sagnagerð og myndskreytingu. Tveggja daga smiðja í sagnagerð og myndskreytingu haldin í bókasafninu á Patreksfirði. Systurnar Birta Ósmann og Auður Þórhallsdætur stýra smiðjunni, skráning í gegnum tölvupóstfangið birtathorhallsdottir@gmail.com eða hjá Birtu á bókasafninu.
  • Skjaldbakan. Námskeið í heimildamyndagerð sem býður krökkum að horfa í kringum sig og skoða sitt nær umhverfi og sinn hversdagsleika í gegnum nýja linsu. Haldið í Patreksskóla.
  • Listsköpun með gervigreind. Smiðja haldin í grunnskólunum. Uppgötvaðu samruna sköpunar og tækni og leystu úr læðingi möguleika listrænnar tjáningar þinnar á tímum gervigreindar.
  • Danssmiðja. Sigríður Soffía Níelsdóttir kemur í grunnskólana og kennir nemendum dansspor hátíðarinnar.
  • Lokahátíð. Sameiginleg lokahátíð Púkans fyrir suðurfirðina verður haldin í Skjaldborgarbíói þann 22. september.

Auk þess verður félagsmiðstöð í skýjunum á vegum nemenda Ásgarðsskóla – skóla í skýjunum. Krökkum á unglingastigi um allt land er boðið að vera með.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335