Hoppa yfir valmynd

Dagur sjálf­boða­liðans 5. desember

Dagur sjálf­boða­liðans er haldinn 5. desember ár hvert til að minna á mikil­vægi þeirra sem leggja samfé­laginu lið með óeig­in­gjörnu starfi.


Skrifað: 4. desember 2025

Sjálfboðaliðar gegna veigamiklu hlutverki í sveitarfélaginu og líklega geta fá önnur svæði státað sig af jafn stóru hlutfalli íbúa í sjálfboðaliðastarfi. Þar má meðal annars nefna sjálfboðaliðastarf í íþróttahreyfingunni, björgunarsveitum, Rauða krossinum, slysavarnadeildum, kvenfélögum, Lions, skógræktarfélögum og svo aðstandendur bæjar- og menningarhátíða.

Framlag sjálfboðaliða stuðlar að auknu öryggi, velferð, samstöðu og menningu. Sveitarfélagið þakkar öllum sjálfboðaliðum í Vesturbyggð kærlega fyrir sitt framlag.