Deildarstjórar við leikskólann Araklett
Stöður deildarstjóra við leikskólann Araklett á Patreksfirði eru lausar til umsóknar.
Leikskólinn Araklettur er þriggja deilda leikskóli og þar starfa 17 starfsmenn með allt að 46 börnum. Araklettur er lífsmenntarskóli “deilum gildum okkar til að skapa betri heim.”
Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti. Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á vefsíðu skólans
Meginhlutverk deildarstjóra
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
- Ber ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni
- Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar
- Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og í samræmi við skólastefnu Vesturbyggðar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum kostur
- Frumkvæði
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
- Víðsýni, húmor og gleði
Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2020
Sveitarfélagið aðstoðar við flutning og við að útvega húsnæði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og eða reynslu kemur vel til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar og Hallveig Ingimarsdóttir leiksólastjóri.
Umsókn skal berast á vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt „Deildarstjóri Arakletti.“