Deildarstjóri á hjúkrunar- og legudeild
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða kraftmikinn leiðtoga á legudeild á Patreksfirði.
Hjúkrunardeildarstjóri ber mönnunarlega, rekstrarlega og faglega ábyrgð á deildunum í nánu samstarfi við hjúkrunarstjóra á Patreksfirði. Á deildinni eru ellefu hjúkrunarrými og tvö sjúkrarými og einkennist starfsemin af góðum starfsanda, umhyggju og hlýju.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórn á skipulagi og framkvæmd hjúkrunar
- Stjórn starfsmannahalds, mannaráðninga og daglegs rekstrar
- Ábyrgð á gerð vaktaskráa og frágang á vinnuskýrslum til launadeildar
- Samræming á mönnun, vinnulagi og þjónustu milli hjúkrunarheimila
- Náið samstarf við heilsugæslu
Hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Framhalds- eða sérmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Stjórnunarreynsla æskileg
- Sjálfstæði í starfi
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Íslenskukunnátta skilyrði
Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2023
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ásamt innsendum gögnum og umsögnum meðmælenda. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.
Patreksfjörður- og Vestfirðir í heild er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri. Enginn tími fer í ferðalög til og frá vinnu. Börnin eru eins og blóm í eggi í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttastarfi, menntaskóla og jafnvel lýðskóla eða háskóla.
Fullt af spennandi atvinnutækifærum fyrir maka og margvísleg starfsemi sem krefst háskólamenntunar á svæðinu,
Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.
Nánari upplýsingar veitir
Gerður Rán Freysdóttir, Hjúkrunarstjóri – gerdur@hvest.is – 450 2000
Lilja Sigurðardóttir, Deildarstjóri – liljasi@hvest.is – 450 2000
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall er 80-100%