Hoppa yfir valmynd

Drög að eigna­mörkum á Vest­fjörðum

Húsnæðis- og mann­virkja­stofnun birti í gær drög að áætl­uðum eigna­mörkum fyrir um 750 jarðir á Vest­fjörðum. Eigendur fengu tilkynn­ingu í póst­hólfið sitt á island.is og hafa sex vikur til að senda inn athuga­semdir.


Skrifað: 16. október 2025

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur að því að hnitsetja eignamörk jarða um allt land. Miðvikudaginn 15. október 2025 voru birt drög að mörkum fyrir um 750 jarðir á Vestfjörðum sem hluti af þessu landsátaki.

Eigendur fengu í gær tilkynningu í pósthólfið sitt á island.is og hafa sex vikur til að yfirfara drögin og senda inn athugasemdir í gegnum rafrænt form.

Verkefnið er liður í uppbyggingu landeignaskrár HMS, sem hefur að markmiði að bæta yfirsýn yfir eignarhald lands á Íslandi.

Nánari upplýsingar má lesa í tilkynningu HMS.