Hoppa yfir valmynd

Dýra­læknir á Patreks­firði

Helga Sigríður dýra­læknir verður á Patreks­firði laug­ar­daginn 28.október n.k. Hún verður með aðstöðu í Sigurð­arbúð (húsi Björg­un­ar­sveit­ar­innar Blakks) eins og áður.


Skrifað: 17. október 2023

Mikilvægt er að panta tíma því ef allir mæta á svipuðum tíma gæti það valdið stressi og í flestum tilfellum gjammi og gelti. Gildir þetta hvort sem óskað er eftir skoðun eða bara töflum fyrir hreinsun. Hægt er að panta tíma í síma 896 5205 eða senda póst á dyralaeknastofahelgu@gmail.com

Boðið er upp á skoðun (15-20 mín.) ásamt ormahreinsun, einungis er greitt fyrir skoðun þar sem hreinsun er innifalinn í dýraleyfisgjaldi. Í skoðun er meðal annars farið yfir dýrið, það bólusett ef þörf er á og klipptar klær. Ef eigandi veit eða grunar að eitthvað sé að hrjá dýrið eins og t.d. eyrnabólga, augnsýking eða annað þá er gott að láta dýralækni vita þegar tími er bókaður.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

geir@vesturbyggd.is/+354 450 2300