Dýralæknir á Patreksfirði
Helga Sigríður dýralæknir verður á Patreksfirði laugardaginn 11. október frá kl. 12:00 til 17:00 í Sigurðarbúð, húsi björgunarsveitarinnar, með árlega hreinsun og bólusetningu. Hundaeigendur greiða sjálfir fyrir bólusetningu en hreinsunin er innifalin í hundaleyfisgjaldi.
Dýraeigendur eru beðnir um að panta tíma, einnig þó bara sé verið að koma í ormahreinsun.
Ef þörf er á annarri og meiri aðstoð eru eigendur vinsamlega beðnir um að setja sig í samband við Helgu Sigríði áður en hún kemur á svæðið í tölvupósti dyralaeknastofahelgu@gmail.com eða í síma 896 5205.
Hægt verður að skrá hunda á staðnum.