Hoppa yfir valmynd

Dýra­læknir á Patreks­firði

Helga Sigríður dýra­læknir verður á Patreks­firði laug­ar­daginn 11. október frá kl. 12:00 til 17:00 í Sigurð­arbúð, húsi björg­un­ar­sveit­ar­innar, með árlega hreinsun og bólu­setn­ingu. Hunda­eig­endur greiða sjálfir fyrir bólu­setn­ingu en hreins­unin er innifalin í hunda­leyf­is­gjaldi.


Skrifað: 7. október 2025

Dýraeigendur eru beðnir um að panta tíma, einnig þó bara sé verið að koma í ormahreinsun.

Ef þörf er á annarri og meiri aðstoð eru eigendur vinsamlega beðnir um að setja sig í samband við Helgu Sigríði áður en hún kemur á svæðið í tölvupósti dyralaeknastofahelgu@gmail.com eða í síma 896 5205.

Hægt verður að skrá hunda á staðnum.