Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.
Eldisbændur - Sjódeild
Arnarlax leitar að metnaðarfullum og áhugasömum eldisbændum í sjódeild fyrirtækisins. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Unnið er á 7 daga vöktum 12 tíma á dag, og 7 daga frí. Vaktaskipti eru á þriðjudögum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umönnun á laxinum okkar á sjó
- Eftirlit með framleiðslu í eldiskvíum ásamt viðhaldi og uppsetningu á eldisbúnaði
- Þrif og aðstoð við viðhald á þjónustubátum og fóður prömmum
- Flutningur fóðurs á fóðurpramma
- Móttaka fóðurs á fóðurprömmum ásamt móttöku í landi í fóðurskemmur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vandvirkur einstaklingur sem gætir að eigin heilsu og öryggi
- Góð samskiptahæfni, sjálfstæð vinnubrögð og árangursmiðað hugarfar
- Hefur gaman af krefjandi verkefnum
- Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Skipstjórnarréttindi 15+ m er kostur
- Vélstjóraréttindi 15+ er kostur
- Íslensku- eða enskukunnátta er skilyrði
- Hreint sakavottorð
- Lágmarks aldur er 18 ára
Arnarlax býður:
- Spennandi vinnuumhverfi í ört vaxandi atvinnugrein
- Flutningastyrk ef við á
- Frían aðgang að íþróttamannvirkjum á svæðinu
- Góð tækifæri til að þróast, bæði persónulega og faglega
- Fjölbreytt verkefni, námskeið og þjálfun
- Stuðning til náms á því sviði sem starfið tekur til
- Samkeppnishæf laun
Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar 2023
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi fyrir starfið.
Nánari upplýsingar veitir Valdimar B. Ottósson, valdimar@arnarlax.is, yfirsvæðisstjóri sjódeildar.