Eldvarnareftirlit að störfum
Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa gert samning við Brunavarnir Suðurnesja um að sinna eldvarnareftirliti á þjónustusvæði sveitarfélaganna til ársloka 2024
Með samningnum er áætlað að reglubundnu eftirliti sé haldið uppi í samræmi við lög um brunavarnir.
Á næstunni mun eldvarnareftirlitið verða hjá okkur að sinna eldvarnareftirlitinu hjá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu í samræmi við brunavarnaráætlun sveitarfélaganna.
Við biðjum ykkur því að láta ykkur ekki bregða ef þið sjáið aðila merktan Brunavörnum Suðurnesja, þau eru ekki að villast.