Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Er allt í rusli? - Íbúa­fundir

Vest­ur­byggð og Tálkna­fjarð­ar­hreppur boða til fjög­urra íbúa­funda vegna úrgangs­mála.


Skrifað: 23. febrúar 2023

Fundirnir verða sem hér segir:

 • Barðaströnd: Miðvikudaginn 1. mars kl. 16 í félagsheimilinu Birkimel.
 • Patreksfjörður: Miðvikudaginn 1. mars kl. 20 í félagsheimili Patreksfjarðar.
 • Tálknafjörður: Fimmtudaginn 2. mars kl. 16 í Tálknafjarðarskóla.
 • Bíldudalur: Fimmtudaginn 2. mars kl. 20 í félagsheimilinu Baldurshaga.

Í ársbyrjun 2023 tóku gildi ný lagaákvæði í lögum um meðhöndlun úrgangs, nefnd í daglegu tali hringrásarhagkerfi, og ber sveitarfélögum á Íslandi að innleiða það hvert fyrir sig. Það sem hefur hvað mest áhrif á íbúa er þátttaka þeirra í kostnaði og skylda heimila til flokkunar úrgangs. Sveitarfélögum ber nú skylda til að innheimta sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs.

Árið 2023 tók Vesturbyggð upp það flokkunarkerfi sem nú er skylt að flokka eftir. Flokkarnir sem skulu vera við íbúðarhús eru pappír og pappi, plast, lífúrgangur og blandaður úrgangur. Málmar, gler og annar úrgangur skilast á gámavellina.

Búið er að kortleggja þau sorpílát sem eru við heimili í Vesturbyggð. Árið 2023 verður nýtt til að þróa þá möguleika sem íbúar munu hafa varðandi stærð og fjölda íláta við hverja fasteign og getur innheimtan því orðið mismunandi milli heimila eftir umfangi sorpíláta. Íbúar geta sótt um heimild til undanþágu á sorpíláti fyrir lífúrgang ef þeir stunda moltugerð. Þá geta íbúar fjölbýlishúsa sótt um að samnýta sorpílát.

Við hvetjum íbúa til að kynna sér ítarlega hvernig beri að flokka. Með betri flokkun munum við skila jörðinni okkar betur til afkomenda okkar. Við vonumst til að sjá sem flest.

Dagskrá:

 1. Erindi Kubbs um sorpflokkun og -hirðu.
 2. Borgað þegar hent er: Breytingar á lögum og reglum og áhrif þeirra á íbúa.
 3. Umræður og hugmyndavinna:
  – Hvernig getum við minnkað sorpmagn?
  – Hvernig getum við aukið endurnýtingu?
  – Hvernig getum við lækkað kostnað?