Hoppa yfir valmynd

Farsæld­ar­þing Vest­fjarða

Fyrsta Farsæld­ar­þing Vest­fjarða fer fram föstu­daginn 7. nóvember í Edin­borg­ar­húsinu á Ísafirði, frá kl. 09:30 til 17:00. Þingið er öllum opið og verður þar unnið að mótun aðgerðaráætl­unar farsældar barna á Vest­fjörðum, jafn­framt verður farsæld­arráð Vest­fjarða stofnað við hátíð­lega athöfn.


Skrifað: 6. október 2025

Á dagskránni verða spennandi fræðsluerindi frá fag- og fræðafólki. Meðal annarra:

  • Kolbeinn Hólmar Stefánsson dósent við Háskóla Íslands
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir forvarnarfulltrúi Sambands Íslenskra Sveitarfélaga
  • Kristín Stefánsdóttir, Helga Hreiðarsdóttir, Helga Ösp Jóhannsdóttir frá Opna leikskólanum
  • Birna Hannesdóttir og Páll Janus Þórðarson svæðisfulltrúar ÍSÍ & UMFÍ á Vestfjörðum
  • Sólveig Norfjörð innleiðingarstjóri farsældarlaga hjá Ísafjarðarbæ
  • Heiðrún Tryggvadóttir og Erna Sigrún Jónsdóttir frá Menntaskólanum á Ísafirði

Fagfólk, foreldrar, notendur og þau sem láta sig samfélagið varða eru hvött til að mæta og er bent á að hægt er að mæta hluta úr degi. Þátttaka er gjaldfrjáls en skráninga er óskað.

Nánari upplýsingar um þingið og skráningarhlekk má nálgast á heimasíðu Vestfjarðastofu, sjá hlekk hér að neðan.