Félagsstörfin í bíó — Eldarnir
Fimmtudaginn 2. október kl. 14:00 ætla selin, það er félagsstarf eldra fólks í öllu sveitarfélaginu, saman í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði til að sjá kvikmyndina Eldarnir.
Allt eldra fólk er hjartanlega velkomið.
Kvikmyndin Eldarnir er byggð á metsölubók eftir Sigríði Hagalín, leikstjóri er Ugla Hauksdóttir. Anna Arnardóttir, einn helsti eldfjallafræðingur Íslands, stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar.
