Hoppa yfir valmynd

Fjallskila­seðill 2025

Fjallskila­seðill Vest­ur­byggðar hefur verið samþykktur á fundi bæjar­ráðs Vest­ur­byggðar sem gegnir jafn­framt hlut­verki Fjallskila­nefndar.


Skrifað: 5. september 2025

Lögréttir skulu vera á tímabilinu frá 7. september til 14. október 2025. Seinni leitir skulu framkvæmdar eigi síðar en 20. október 2025.

Fyrir liggur að fara þurfi í heildarendurskoðun á fjallskilaseðlinum.

Farið verður í þá vinnu í vetur svo hún nýtist við gerð fjallskilaseðils fyrir næsta haust. Búast má við að breytingar verði gerðar á seðlinum í kjölfar þeirrar vinnu.

Seðillinn verður ekki sendur í pósti. Ef óskað er eftir útprentuðu eintaki má nálgast það á skrifstofu sveitarfélagsins eða óska sérstaklega eftir því að fá hann sendann.

Hægt er að senda athugasemdir við seðilinn á Vesturbyggð.