Hoppa yfir valmynd

Fjár­hags­áætlun Vest­ur­byggðar 2026 - 2029

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar afgreiddi á 19. fundi sínum fjár­hags­áætlun 2026 -2030 í annarri umræðu.

Áætl­unin ber þess merki að áhersla verði lögð á að auka þjón­ustu við  börn og ungmenni og fegrun umhverfis. Teknir verða upp frístunda­styrkir fyrir börn á aldr­inum 6 – 18 ára ásamt því að gjald­frjálst verður í sund fyrir 18 ára og yngri. Settir verða auknir fjár­munir í forvarn­ar­starf. Innleiðing Heilla­spora heldur áfram í skólum sveit­ar­fé­lagsins en verk­efnið felst í að innleiða tengslamiðaða, heild­ræna og áfallamiðaða nálgun í skóla- og frístund­a­starfi.


Skrifað: 12. desember 2025

Rekstur A – hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um 181,9 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmlega 166,7 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um rúmar 15,2 millj. kr. Veltufé frá rekstri er um 233 millj. kr. Fjárfestingar eru 255,2 millj.kr. og afborganir langtímalána 270,5 millj.kr.

Rekstur A – og B – hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 286,1 millj.kr., fjármagnsliðir eru um 205,9 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 80,2 millj.kr. Veltufé frá rekstri er 378,7 millj.kr. Fjárfestingar eru 530,6 millj.kr., afborganir langtímalána 322,9 millj.kr. og lántökur 455 millj.kr. Fjárfest verður á árinu 2026 fyrir 530 milljónir króna og er gert ráð fyrir lántöku uppá 455 milljónir.

Stærstu fjárfestingar ársins 2026 verða umfangsmiklar malbikunarframkvæmdir í öllum byggðakjörnum. Skólalóð við Bíldudalsskóla en farið verður í fyrsta áfanga þeirrar framkvæmdar á árinu 2026 þar sem hugað verður sérstaklega að þeim hluta lóðarinnar sem hugsuð er fyrir leikskólabörnin. Ofanflóðaframkvæmdir verða áberandi á Bíldudal á árinu en hafist verður handa við varnarmannvirki ofan byggðarinnar. Haldið verður áfram með snyrtingu á hafnarsvæðinu á Tálknafirði og lagfæringar á skólahúsnæði.