Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Flotbryggja til sölu
Hafnasjóður Vesturbyggðar hefur til sölu flotbryggju, flekinn er um 20x3m og er staðsettur við Flókatóftir, Brjánslæk. Bryggjan er skemmd og þarfnast lagfæringa.
Tilboðsfrestur er til og með 22. október. Tilboðum skal skila á netfangið elfar@vesturbyggd.is
Frekari upplýsingar gefur Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri í síma 849 7909.