Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Fögnum saman nýju sveitarfélagi
Sunnudaginn 19. maí n.k. verður formlega til nýtt sveitarfélag með sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.
Við ætlum að fanga þeim áfanga með fjölskylduveislu í íþróttahúsinu á Tálknafirði á sunnudaginnn kl. 12:30, með stuttri skemmtidagskrá, hoppukastala og kaffiveitingum.
Frítt verður í sund á Tálknafirði og verður sundlaugin opin milli kl. 11:00 og 14:00 í tilefni dagsins.
Gerum okkur glaðan dag saman því saman erum við sterkari.