Foreldrafræðsla á vegum Barnaheilla
Miðvikudaginn 3. desember kl. 20:00 til 21:00 verður foreldrafræðsla fyrir alla foreldra barna í leik- og grunnskólum.
Fræðslan er á vegum Barnaheilla og fer fram í streymi. Frætt er um kynferðisofbeldi gegn börnum og hvetjum við alla foreldra til að fjölmenna á fræðsluna. Slóðin á streymið mun berast öllum foreldrum í tölvupósti í dag, þriðjudag, og á morgun, miðvikudag.