Hoppa yfir valmynd

Foreldra­greiðslur

Vest­ur­byggð greiðir svonefndar foreldra­greiðslur og eru þær háðar því að barn og foreldrar/forsjár­að­ilar séu með lögheimili og aðsetur í Vest­ur­byggð.


Skrifað: 28. ágúst 2023

Við lok fæðingarorlofs eða þegar barnið hefur náð 12 mánaða aldri hjá sambúðarforeldrum eða 7 1/2 mánaða hjá einstæðu foreldri myndast réttur til foreldragreiðslna og þarf að eiga umsókn um leikskólavist. Þegar barn kemst inn á leikskóla falla þessar greiðslur niður.

Vakin er athygli á að sækja þarf um greiðslurnar á sérstöku umsóknareyðublaði og eru greiðslurnar greiddar eftir á.

Ráðgjafi félagsþjónustu

radgjafi@vesturbyggd.is/+354 450 2300

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

arnheidur@vesturbyggd.is/+354 450 2300