Hoppa yfir valmynd

Fram­kvæmdir í Stekkagili

Suður­verk mun nú á næstu vikum vinna í bráða­vörnum vegna flóða­hættu í Stekkagili.


Skrifað: 5. september 2023

Vegna þess geta íbúar á Hjöllum, Hlíðargötu, Brunnum, Bölum og Aðalstræti orðið fyrir töluverðum óþægindum og töfum sem af þessum framkvæmdum hljótast. Reynt verður eftir fremsta megni að upplýsa íbúa um þær lokanir og/eða þrengingar sem verða meðan framkvæmdir standa yfir. Íbúar eru beðnir um að sýna því skilning að um bráðaaðgerðir er að ræða sem ráðist er í með frekar stuttum fyrirvara. Því munu framkvæmdir miðast við verktíma og verkferla sem verktakar vinna eftir, þar með talið vinna utan venjubundins dagvinnutíma.

Byrjað verður að skipta um og bæta við ræsum á þeim stöðum sem þess gerist þörf. Ræsum verður bætt við á Brunnum, Aðalstræti og Strandgötu. Jafnframt mun trébrú við enda Hjalla verða fjarlægð en lítil ræsi verða sett í hennar stað. Farvegur yfir ræsi við Hjalla er hannaður þannig komi flóð fari þau þar auðveldlega yfir. Farvegur neðan Stekkagils verður dýpkaður, breikkaður og kantar farvegar lagfærðir með grjóthleðslum frá gilinu neðan við trébrú og niður í sjó.

Meðfylgjandi myndir sýna framkvæmdina nánar.

Yfirlit yfir framkvæmdasvæði

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

geir@vesturbyggd.is/+354 450 2300