Fundarröð um íþróttastarf 60+
Endurhæfing Hvest, í samstarfi við félagsstarf eldra fólks í Vesturbyggð, ætlar að hefja vetrardagskrána með fundarröð um íþróttastarf vetrarins.
Fundirnir verða eins og hér segir:
- Patreksfirði: mánudaginn 1. september kl. 10:00 í endurhæfingunni á Hvest.
- Bíldudal: þriðjudaginn 2. september kl. 11:00 á Vegamótum.
- Tálknafirði: miðvikudaginn 3. september kl. 10:00 í íþróttahúsinu.
Tími á Barðaströnd verður auglýstur síðar.
Öll 60+ hjartanlega velkomin.