Fundur um framtíðarmöguleika Breiðafjarðar
Samband sveitarfélaga á Vesturlandi boðar til upplýsinga- og umræðufunda við Breiðafjörð. Kynnt verður verkefni um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar með tilliti til byggðaþróunar og sjálfbærrar nýtingar.
Fundirnir verða:
- Mánudaginn 25. mars, kl. 17 – 19.30 á Dalahóteli, Laugum í Sælingsdal
- Þriðjudaginn 26.mars, kl. 17-19.30 í Félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd
Markmið fundarins er að heyra sjónarmið íbúa og hagaðila, stýrihópi verkefnisins til upplýsinga, en hann mun síðan gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Dagskrá:
- Inngangur og stöðugreining: Sigríður Finsen, formaður stýrihóps
- Hagrænt virði Breiðafjarðar: Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV
- Sviðsmyndagreining KPMG: Aðalsteinn Óskarsson, -Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Páll S. Brynjarsson, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi
- Drög að tillögum stýrihóps kynnt
- Umræður í litlum hópum
- Samantekt niðurstaðna
Boðið verður upp á kaffiveitingar. Með fundaumsjón fer Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hjá ILDI.