Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Gáma­þjón­ustan heitir nú Terra

Þann 7. október 2019 mun Terra vera nýtt nafn yfir Gáma­þjón­ustuna, Gáma­þjón­ustu Norð­ur­lands, Efna­mót­tökuna og Hafn­ar­bakka. Þetta kemur fram í tilkynn­ingu frá Terra.


Skrifað: 7. október 2019

Í tilkynningunni kemur fram að nafnið Terra er latneskt heiti jarðargyðjunnar og eitt af nöfnum plánetunnar sem er heimkynni okkar allra.

Nú mun hefjast ferli við að breyta merkingum á ílátum og bílum og óskar fyrirtækið eftir skilningi frá viðskiptavinum vegna þessa. Öllum ábendingum eða spurningum sem snúa að nafnabreytingunni er beint á netfangið nafnabreyting@terra.is