Hoppa yfir valmynd

Gjafir til Gömlu smiðj­unnar

Opið verður í Gömlu smiðj­unni á Bíldudal föstu­daginn 29. ágúst kl. 12:00 þegar afkom­endur Gunnars Valdi­mars­sonar frá Sælundi afhenda smiðj­unni muni úr skút­unni Thjalfe.


Skrifað: 28. ágúst 2025

Skútan var gerð út af Pétri J. Thorsteinsson. Þá gefa þeir einnig skútumerki og eftirprentun af mynd eftir Bjarna Valdimarsson, jafnan kölluðum Senjorinn.

Öll eru hjartanlega velkomin í Gömlu smiðjuna, Smiðjustíg 2, að þessu tilefni. Heitt verður á könnunni.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335