Gjafir til Gömlu smiðjunnar
Opið verður í Gömlu smiðjunni á Bíldudal föstudaginn 29. ágúst kl. 12:00 þegar afkomendur Gunnars Valdimarssonar frá Sælundi afhenda smiðjunni muni úr skútunni Thjalfe.
Skútan var gerð út af Pétri J. Thorsteinsson. Þá gefa þeir einnig skútumerki og eftirprentun af mynd eftir Bjarna Valdimarsson, jafnan kölluðum Senjorinn.
Öll eru hjartanlega velkomin í Gömlu smiðjuna, Smiðjustíg 2, að þessu tilefni. Heitt verður á könnunni.