Hoppa yfir valmynd

Gott að eldast – opinn kynn­ing­ar­fundur

Sameinað sveit­ar­félag Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar og Heil­brigð­is­stofnun Vest­fjarða á Patreks­firði eru þátt­tak­endur í þróun­ar­verk­efni sem gengur út á að samþætta félags- og heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir eldra fólk í heima­húsum.


Skrifað: 11. júní 2024

Opinn kynningarfundur um verkefnið verður haldinn fimmtudaginn 13. júní kl. 15.00-16:00 í  fundarsal Félagsheimilis Pateksfjarðar (FHP)

Þróunarverkefnið er hluti af aðgerðaáætluninni Gott að eldast sem er samstarfsverkefni þriggja ráðuneyta (heilbrigðis- félagsmála- og fjármála) og fjallar um samþættingu þjónustu við eldri borgara.

Nánari upplýsingar um verkefnið Stjórnarráðið | Gott eldast (stjornarradid.is)

Öll þau sem láta sig málefnið varða eru hvött til að mæta.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

arnheidur@vesturbyggd.is/+354 450 2300