Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Grenndarkynning - Dalbraut 1
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna byggingaráforma við Dalbraut 1 á Bíldudal.
Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur, til og með 10. júní 2022.
Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhuguðum áformum. Byggingaráformin skal grenndarkynna fyrir Tjarnarbraut 2, Dalbraut 4 og 7, Hafnarbraut 6 og 8 og Smiðjustíg 1.
Nánari upplýsingar eru veittar í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði eða í síma 450 2300 á opnunartíma skrifstofunnar, virka daga kl. 10 – 12:30 og 13 – 15. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.