Grenndarkynning – Langahlíð 5
Grenndarkynning byggingarleyfisumsóknar, Langahlið 5, Bíldudalur
Hér með boðar Heimastjórn Arnarfjarðar til grenndarkynningar vegna byggingaráforma við Lönguhlið 5 á Bíldudal. Áformin fjalla um viðbyggingu á neðri hæð og að rými undir svölum verði nýtt.
Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er til og með 8. janúar 2026 undir málsnúmerinu 1640/2025, https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1640. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhugaðri framkvæmd.
