Gullkistan Vestfirðir 2025
Stórsýning atvinnulífs og menningar á Vestfjörðum verður haldin í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði laugardaginn 6. september kl. 12:00-17:00.
Gullkistan Vestfirðir er metnaðarfull og fjölbreytt sýning sem dregur fram það besta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða í atvinnulífi og menningu. Markmiðið er að sýna Vestfirði sem líflegt og framsækið svæði – svæði sem byggir á sterkum rótum og blómstrar með hugviti í átt að sjálfbærri og farsælli framtíð.
Hvað má sjá og upplifa á Gullkistunni?
- Nýsköpun og frumkvöðlastarf í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi, líftækni, iðnaði, ferðaþjónustu og menningu.
- Matarupplifanir, smakk og vörukynningar.
- Frábæran vettvang til tengslamyndunar.
- Skemmtidagskrá og hliðarviðburði.
Nánari dagskrá má lesa á heimasíðu Vestfjarðastofu.