Hoppa yfir valmynd

Hátíð­ar­höld 17. júní 2024

Þjóð­há­tíð­ar­dag­urinn 17. júní verður haldinn hátíð­legur á Bíldudal. 80 ár eru frá stofnun lýðveld­isins.


Skrifað: 7. júní 2024

Hátíðarhöldin hefjast með skrúðgöngu frá planinu við Vegamót/Magasínið kl. 13:00. Þaðan er gengið að Skrímslasetrinu þar sem dagskrá verður á pallinum, ef veður leyfir.

Dagskrá

  • Hátíðarræða
  • Ávarp fjallkonu
  • Tónlistaratriði
  • Bæjarlistamaður 2024 kynntur
  • Nammikast fyrir börnin
  • Leikir fyrir börnin

Auk þess verður bókinni Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær dreift í sundlaugar og bókasöfn sveitarfélagsins þar sem íbúar geta eignast eintak sér að kostnaðarlausu. Forsætisráðuneytið stendur að því verkefni.

Öll eru hjartanlega velkomin.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335