Hoppa yfir valmynd

Hvað er að frétta í fram­kvæmdum?

Aldrei hefur verið eins mikið áætlað í fram­kvæmdir hjá Vest­ur­byggð og á árinu 2023. Flestum stærri verk­efn­anna er lokið eða að ljúka, en enn er unnið niður verk­efna­listann enda rúmir tveir mánuðir eftir af árinu sem við reynum að nýta eins vel og hægt er. Hér verður farið yfir þær fram­kvæmdir sem hefur verið lögð mikil vinna í undan­farið og þær fram­kvæmdir sem fyrir­sjá­an­legar eru í nánustu framtíð. 


Skrifað: 23. október 2023

Leik- og grunnskólamál: 

Bíldudalsskóli

  • Komin er upp tímabundin vinnuaðstaða fyrir starfsfólk Bíldudalsskóla, sem stórlega eykur aðstöðu starfsfólks til undirbúnings kennslu. 
  • Útilýsing á því svæði sem starfsemi Bíldudalsskóla fer fram hefur verið bætt, leiktækjum hefur verið komið upp og unnið er að því að klára uppsetningu á klifurpíramída. 
  • Vinna við framtíðarskipulag Bíldudalsskóla er í fullum gangi. Verið er að klára tillögur að teikningum á nýju húsnæði sem gæti hýst grunn- og leikskólann á Bíldudal til framtíðar. Þegar fullnægjandi gögn hafa borist Vesturbyggð tekur bæjarráð afstöðu til þeirra tveggja valkosta sem koma til greina þ.e.a.s. hvort fara eigi í yfirgripsmikla yfirhalningu á grunnskólabyggingunni á Bíldudal eða hvort byggja skuli nýtt skólahúsnæði. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir tekur við áframhaldandi hönnun á þeirri leið sem valin verður með aðkomu starfsfólks leik- og grunnskólans. Gert verður ráð fyrir í fjárfestingaráætlun á árinu 2024 til að fara í framkvæmdir. 
Tímabundir aðstaða kennara á Bíldudal

Araklettur

  • Uppsetning nýrrar deildar við leikskólann Araklett er í fullum gangi. Einingarnar hafa verið settar saman og næstu vikurnar verður unnið í því að setja hita í gólf, leggja gólfefni, mála, setja upp loftefni, lýsingu og innréttingu. Áætlað er að deildin verði tilbúin í lok nóvember og munum við á næstu vikum auglýsa eftir starfsfólki til starfa. Þegar deildin verður tekin í gagnið verður pláss fyrir 60 leikskólabörn við Araklett, nú eru leikskólabörn á Arakletti 40 talsins. Framtíðarhugmyndir um frekari stækkun leikskólans liggja fyrir.
Allt á fullu að gera klárt

Patreksskóli

  • Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á efri byggingu Patreksskóla á árinu. Búið er að skipta um aðra útidyrahurðina og verið er að skoða hvað hægt er að gera við aðalhurðina til þess að húsið missi ekki þann karakter sem hurðin gefur. Lagfæringar við brunavarnir verða langt komnar á árinu. Kerfisloft og ný lýsing hefur verið sett upp í kennaraaðstöðu og kennslustofum á efri hæð, ásamt því að veggir hafa verið málaðir. Hljóðvist hefur batnað til muna í þeim rýmum. Verið er að skipta um glugga og gler í hluta húsnæðisins og hljóðvist í matsal verður bætt. [Þórdís myndir] 
  • Hönnun grunnskólalóðar Patreksskóla eftir hugmyndavinnu nemenda við Patreksskóla hefur verið kynnt fyrir viðeigandi aðilum, tillaga er í fjárhagsáætlun um að fara í fyrsta áfanga verksins á árinu 2024.  
Arnheiður sviðstjóri fjölskyldusviðs og Ásdís skólastjór Patreksskóla

Ofanflóðavarnir 

  • Frágangur á ofanflóðavörnum á Patreksfirði hafa verið í gangi undanfarna mánuði, þar á meðal bílastæðin við Skjaldborgarbíó sem flest eru sammála um að hafi heppnast mjög vel. Lýsingu á eftir að bæta á svæðinu og gróðursetning plantna fer fram á næsta ári.  
  • Unnið er hörðum höndum að bráðavörnum í Stekkagili, við breikkun og dýpkun gilsins auk annarra framkvæmda sem kynntar hafa verið. 
  • Hönnun á ofanflóðavörnum á Bíldudal verður brátt boðin út, en framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Bíldudal eru þær varnir sem verður farið í næst innan sveitarfélagsins. 
Unnið að bráðavörnum í Stekkagili

Aðrar framkvæmdir 

  • Ný þjónustumiðstöð hefur risið á Bíldudal og unnið er að því að gera húsnæðið klárt fyrir áhaldahús og slökkvilið og að husnæðið verði klárt til að taka á móti nýjum slökkviliðsbíll  Slökkviliðsins á Bíldudal sem kemur í byrjun nóvember. Framkvæmdir á lóð og inrétting húsnæðis er í vinnslu og verður klárað á árinu 2024.
  • Uppsetning leiktækja við Friðþjófstorg og hoppubelg á Patreksfirði sem verktaki áætlar að vinna að í október. Unnið er að því að klára þjónustumiðstöðina á Bíldudal til að áhaldahús og slökkvilið geti flutt starfsemi sína alfarið. [Mynd] 
  • Hafnarvogin á Bíldudal var hönnuð í upphafi árs. Búið er að bjóða út framkvæmdir á hafnarvoginn á Bíldudal og gert er ráð fyrir að framkvæmdir  hefjist á næstu vikum. Hafnarvogin mun setja skemmtilegan svip á höfnina okkar á Bíldudal.
  • Eftir malbikun Mýra og Hóla liggur fyrir frágangur á þeim röskunum sem voru á aðliggjandi lóðum, verið er að lagfæra grindverk og garða eftir vinnu undanfarinna tveggja ára.
  • Unnið er í því að bæta brunavarnarkerfi í Félagsheimili Patreksfjarðar og skipta um glugga að ofanverðu, áætlað er að það verkefni klárist í október. 
  • Verið er að vinna að útboðsgögnum vegna lagfæringa á Brunnum . Með vinnu útboðsgagna er verkið vel skilgreint og hægt að bjóða verkið út til verktaka án mikilla óvissuþátta. 
Malbikun á Mýrum