Hoppa yfir valmynd

Hvert er orð ársins 2025?

Hvaða orð finnst þér endur­spegla árið 2025 í Vest­ur­byggð?


Skrifað: 27. nóvember 2025

Íbúum gefst kostur á að senda inn tillögur til miðnættis sunnudaginn 7. desember á hlekknum hér fyrir neðan. Í kjölfarið verður kosið á milli valinna tillagna sem berast.

Orðið má vera af hvaða tagi sem er og getur til dæmis endurspeglað umræðu í bæjarmálum, í félagastarfsemi, í vina- og fjölskylduhópnum eða á vinnustaðnum. Leikurinn er til gamans gerður, tilnefningar eru nafnlausar og íbúar eru eindregið hvattir til að senda inn orð. Tilnefna má fleiri en eitt orð.

Orð ársins 2024 var sliving en önnur orð sem komu til greina voru meðal annars innviðir, jarðgöng, neysluhlé og rizz. Orð ársins 2023 var sameining.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335