Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 6 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Innviða­greining – kynn­ing­ar­fundir

Miðviku­daginn 10. apríl nk. munu  starfs­menn Eflu verk­færð­i­stofu kynna skýrslu um innviða­grein­ingu sem unnið hefur verið að síðast­liðinn tvö ár. Fund­irnir verða tveir, annars vegar í félags­heim­ilinu á Patreks­firði klukkan 16:00 og hins vegar í Bald­urs­haga á Bíldudal klukkan 20:00.


Skrifað: 5. apríl 2019

Undanfarin tvö ár hefur Vesturbyggð unnið að verkefni sem miðar að því að kortleggja stöðu innviða í sveitarfélaginu og hvernig hægt er til framtíðar að skapa aðstöðu fyrir þau fyrirtæki sem hafa hug á að efla sinn rekstur enn frekar innan sveitarfélagsins og bjóða upp á tækifæri fyrir ný fyrirtæki. Með auknu fiskeldi og auknum umsvifum í öðrum atvinnugreinum hefur orðið viðsnúningur í atvinnumálum í Vesturbyggð. Þetta hefur einnig gert það að verkum að sveitarfélagið hefur fundið fyrir vaxtaverkjum m.t.t innviða eins og á hafnarsvæðum og á fasteignamarkaði svo dæmi séu nefnd.

Verkefnið var fyrst kynnt á íbúafundi á Bíldudal þann 19. september 2017 og í nóvember 2017 voru haldnir samráðsfundir með stærri fyrirtækjum á svæðinu, einnig voru haldnir opnir fundir með öðrum hagsmunaaðilum. Í desember var tillaga að fyrsta hluta verkefnisins kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og almenningi gefinn frestur til 20. janúar til að koma með ábendingar.

 

Vinnslu verkefnisins er nú lokið og verður verkefnið kynnt af starfsmönnum EFLU verkfræðistofu á opnum íbúafundum.

 

Miðvikudaginn 10. apríl;

kl: 16:00 í félagsheimilinu á  Patreksfirði.

kl: 20:00 Í Baldurshaga á Bíldudal.

 

Skýrslan í heild sinni verður aðgengileg á fundunum og síðan í kjölfarið á heimasíðu sveitarfélagsins.