Íþróttaskólinn á Patreksfirði
Íþróttaskólinn á Patreksfirði fer af stað 22. september, nú í samstarfi Vesturbyggðar og Íþróttafélagsins Harðar. Þjálfarar frá Herði munu halda utan um starfið. Líkt og áður verður unnið með grunnþjálfunarþætti í bland við þær íþróttagreinar sem Íþróttafélagið Hörður er með á dagskrá í vetur.
Skrifað: 12. september 2025
Sú breyting verður á Íþróttaskólanum að hann verður nú þrisvar í viku í stað fimm sinnum. Íþróttaskólinn er fyrir nemendur 1.-4. bekkjar en að auki mun nú nemendum af Klifi bjóðast þátttaka.
Sem fyrr eru markmið skólans eftirfarandi:
- Auka fjölda barna sem iðka íþróttir
- Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun séu jákvæð
- Að börn fái að njóta eins mikillar fjölbreytni og kostur er
- Auka gæði og samræmingu þjálfunar á svæðinu
- Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
- Auka grunnþjálfunarhluta æfinga sem tengjast almennum hreyfiþroska
- Að börn læri frá upphafi skólagöngu að hreyfing er hluti af daglegu lífi
Skráning í Íþróttaskólann fer fram í gegnum íbúagátt Vesturbyggðar
Nemendur sem skráðir eru í Frístund eða Klif greiða ekki fyrir þáttöku. Eftirfarandi gjaldskrá gildir fyrir þau börn sem verða einungis skráð í Íþróttaskólann en ekki Frístund eða Klif:
Haustönn: september — desember 2025 15.278 kr.