Íþróttavika Evrópu
Íþróttavika Evrópu fer fram dagana 23.–30. september þar sem íbúar og gestir í sveitarfélaginu geta tekið þátt í fjölbreyttum viðburðum. Markmiðið er að hvetja fólk á öllum aldri til hreyfingar og að prófa nýjar íþróttir og æfingar, óháð reynslu og líkamlegu ástandi.
Dagskráin nær yfir allt svæðið og boðið verður upp á fjölbreyttar æfingar og viðburði eins og boccia, blak, fótbolta, körfubolta, sundlaugarpartí, pilates, jóga, zumba, magadans og gönguferðir. Einnig verða sérstakar kynningar fyrir 60 ára og eldri, opin hús í golfhermi, fyrirlestur í Skjaldborgarbíói og fjölskylduvænar æfingar í íþróttaskólanum.
Viðburðirnir henta jafnt börnum, ungmennum og fullorðnum. Þátttaka er öllum opin og án endurgjalds. Í tilefni vikunnar er jafnframt frítt í sund alla vikuna. Íþróttavikan er haldin af Héraðssambandinu Hrafna-Flóka og íþróttafélögunum á svæðinu.
