Jólaföndur á bókasafni Patreksfjarðar
Þriðjudagana 2. og 9. desember er föndur fyrir fjölskyldur frá klukkan 16:00 til 18:00.Æskilegt er að börn undir níu ára komi í fylgd með fullorðnum sem geta aðstoðað þau.
Miðvikudaginn 10. desember klukkan 20:00 er boðið upp á jólastund fyrir fullorðna þar sem í boði verður að vinna úr pappírsbirgðum bókasafnsins. Öll verkfæri og ótal margt annað til pappírslistar er á staðnum.