Hoppa yfir valmynd

Jóla­t­endr­anir 2025

Senn verður kveikt á ljósum jóla­trjáa á Patreks­firði, Tálkna­firði og Bíldudal. Auk þess er öllum boðið á jóla­sýn­ingu í Skjald­borg­ar­bíói.


Skrifað: 17. nóvember 2025

Allir bæjarbúar eru hjartanlega velkomnir að vera viðstaddir og gleðjast saman í skammdeginu. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur, dansað verður í kringum jólatréð og fleira. Í Skjaldborgarbíó verður stórmyndin Zootopia 2 sýnd í boði Vesturbyggðar.

Dagsetningar

  • Bíldudalur: laugardaginn 22. nóvember kl. 16:00 við Baldurshaga, beint eftir jólamarkað slysavarnadeildarinnar Gyðu.
  • Patreksfjörður: fimmtudaginn 27. nóvember kl. 16:00 á Friðþjófstorgi.
  • Bíó: fimmtudaginn 27. nóvember kl. 17:00 í Skjaldborgarbíói.
  • Tálknafjörður: sunnudaginn 30. nóvember kl. 16:00 á Lækjartorgi. Foreldrafélag Tálknafjarðarskóla sér um skipulagningu viðburðarins.

Íbúar eru hvattir til að taka eigin bolla og könnur með sér undir kakóið.

Tímasetningar eru birtar með fyrirvara um að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir.