Kaffihúsatónleikar í Baldurshaga
Laugardaginn 25. október, stendur Tónlistarskóli Vesturbyggðar fyrir kaffihúsatónleikum í Baldurshaga á Bíldudal kl. 14:00-15:30.
Skrifað: 22. október 2025
Húsið opnar kl. 13:30 svo að fólk geti komið sér fyrir og keypt veitingar fyrir tónleikana. Nemendur í 10. bekk í Tálknafjarðarskóla sjá um veitingasöluna.
Nemendur frá Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði koma fram, blokkflautuhópar og barnakór Patreksskóla.
Það verður ekkert vandamál með að hafa yngstu börnin með því að það verða litir og fleira á borðunum. Við ætlum að hafa það notalegt öll saman.
Öll velkomin!