Keyrðu kjálkann í sumar og ferðagjöfin
Markaðsátakið „Keyrðu kjálkann í sumar“ er hafið og er átakinu ætlað að varpa ljósi á alla þá fjölbreyttu afþreyingu sem er á Vestfjörðum. Á kjálkanum má finna yfir 100 veitingastaði, 70 gististaði og rúmlega 100 skipulagða viðburði. Nálgast má allar upplýsingar um ferðaþjónustuna á Vestfjörðum inn á vestur.is
Skrifað: 29. júní 2020
Vesturbyggð hvetur alla til að kynna sér þá staði í sveitarfélaginu þar sem hægt er að nota ferðagjöfina. Allir einstaklingar, með lögheimili á Íslandi, fæddir 2002 og fyrr fá Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr frá íslenska ríkinu. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru og efla þannig íslenska ferðaþjónustu. Hægt er að nota ferðagjöfina í afþreyingu, gistingu, mat og skemmtun.
Sækja þarf gjöfina á Ísland.is með innskráningu. Ferðagjöfin er síðan notuð í gegnum app sem heitir Ferðagjöf og er sótt í App store eða Play store fyrir snjallsíma. Einnig er hægt að nýta ferðagjöfina beint í gegnum Ísland.is fyrir þá sem ekki notast við snjallsíma.
Nýta má Ferðagjöf hjá skilgreindum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem hafa skráð sig til þátttöku. Allar nánari upplýsingar má finna á ferðalag.is. Gildistími ferðagjafarinnar er til og með 31.desember 2020.
Búum til minningar á ferðalagi innanlands og styðjum við bakið á íslenskri ferðaþjónustu !