Hoppa yfir valmynd

Körfur og papp­ír­s­pokar fyrir lífrænt sorp

Frá og með mánu­deg­inum 30. sept­ember geta íbúar nálgast poka undir lífræna ruslið, endur­gjalds­laust, í matvöru­versl­unum á svæðinu. Grænu maís­pok­arnir víkja fyrir papp­ír­s­pokum.


Skrifað: 24. september 2024

Skylt er að flokka lífrænan úrgang frá öðru sorpi. Hingað til hafa íbúar getað nálgast græna maíspoka í áhaldahúsunum en frá og með mánudeginum 30. september verða tvær breytingar á þessu fyrirkomulagi:

  • Grænu maíspokunum verður skipt út fyrir pappírspoka.
  • Pokarnir verða aðgengilegir (og áfram ókeypis) í matvöruverslunum á svæðinu en ekki í áhaldahúsum sveitarfélagsins.

Svokallaðar „Mathilda“ grænar körfur, sem notaðar eru undir pappírspokana, verða einnig gefins á meðan birgðir endast.

Á Tálknafirði átti þessi breyting sér stað fyrir sameiningu svo Tálknfirðingar ættu að vera pappírspokunum kunnir.

Hvar má nálgast pappírspokana og „Mathilda“ grænu körfurnar?

  • Bíldudalur: Á Vegamótum, Tjarnarbraut 2.
  • Patreksfjörður: Í Fjölval, Þórsgötu 10.
  • Tálknafjörður: Hjá Jóhönnu, Strandgötu 36.

Hvers vegna að skipta út grænu maíspokunum fyrir pappírspoka?

Ástæðan er tvíþætt; Annars vegar endast pappírspokarnir betur og minni hætta á að komi gat á þá eins og vill verða með maíspokana. Hins vegar koma pappírspokarnir betur út í moltugerð þar sem pappírinn er fljótari að brotna niður og brotnar betur niður en maísinn. Auk þess renna maíspokarnir út en pappírspokana má geyma til langs tíma án vandræða.

Er nauðsynlegt að nota „Mathilda“ grænu körfuna með pappapokanum?

Já, það tryggir rétta öndun, heldur honum þurrum og tryggir þannig að pokinn haldi styrkleika sínum.

Er skylda að skipta úr maíspokunum yfir í pappírspokana?

Nei, íbúum ekki skylt að skipta yfir í pappírspokana og mega því nota grænu maíspokana áfram. Athugið þó að einingis pappírspokarnir verða gefins.