Hoppa yfir valmynd

Kosning um orð ársins 2025

Kosning er hafin um orð ársins 2025. Íbúum gafst áður tæki­færi til að senda inn tillögur.


Skrifað: 12. desember 2025

Valið var úr þeim tillögum sem bárust og er nú opið fyrir kosningu á milli þeirra. Alls bárust 16 tillögur að 12 orðum og eru íbúum færðar kærar þakkir fyrir þátttökuna.

Hlekkurinn á kosninguna er neðst í þessari frétt. Hægt er að kjósa til miðnættis kvöldsins 15. desember, úrslitin verða kunngjörð daginn eftir á heimasíðunni. Kosningin er nafnlaus.

Hér eru orðin sem kosið er um ásamt útskýringum:

  1. Byggðarmerki: Sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar fékk nýtt byggðarmerki í ágúst 2025. Í tillögum segir að það hafi verið mikið í umræðunni, umdeilt og hafi staðið upp úr á árinu.
  2. Gullkista: Viðburðurinn Gullkistan Vestfirðir var haldinn á Ísafirði í september. Þar var til kynningar allt það helsta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða.
  3. Jarðhiti: Í nýrri rannsóknarborun á Patreksfirði fannst um 40°C volgt vatn á rúmlega 200 metra dýpri. Talið er að það sé í nógu miklu magni til að nýta á varmadælur til þess að kynda hitaveituna á Patreksfirði.
  4. Ljósleiðari: Átak var í lagningu ljósleiðara í þéttbýli Vesturbyggðar á árinu.
  5. Sjálfboðaliðar: Í tillögu segir að líklega geti ekkert annað sveitarfélag státað sig af jafn mörgum sjálfboðaliðum í ólíkum félögum.
  6. Undirskriftarlisti: Sitt sýndist hverjum um nýja byggðarmerki sveitarfélagsins og var stofnaður undirskriftarlisti þar sem farið var fram á að kosið yrði um nýtt byggðarmerki.
  7. Vatnslaust: Nokkuð var um tilkynningar frá sveitarfélaginu um staðbundið vatnsleysi á árinu. Í tillögu segir: „Títt nefnt atriði í fréttum ársins hjá Vesturbyggð.“

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335