Kvennaverkfall 24. október
Föstudaginn 24. október verður kvennaverkfall um land allt. Íbúar og foreldrar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum frá stofnunum og hafa samband beint við þær vegna mögulegra breytinga á starfsemi.
Verkfallið nær til kvenna og kvára á öllum sviðum samfélagsins og getur haft áhrif á þjónustu sveitarfélagsins, meðal annars í leik- og grunnskólum.
Þar sem umfang verkfallsins er mismunandi eftir starfsstöðvum er íbúum og foreldrum bent á að fylgjast með upplýsingum og tölvupóstum frá viðeigandi stofnun. Einnig er hægt að hafa samband við viðkomandi stofnun til að fá nánari upplýsingar um þjónustu og starfsemi þann dag.
Vesturbyggð styður við aðgerðirnar með þeim hætti að ekki verður litið á fjarvistir kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá, með samþykki stjórnanda, sem óréttmætar né verði dregið af launum vegna þeirra.